Hoppa yfir valmynd
24. júlí 2007 Innviðaráðuneytið

Rúmlega 400 flugvélar á skrá um síðustu áramót

Áttatíu og tvær stórar flugvélar og þotur voru á skrá hjá Flugmálastjórn Íslands um síðustu áramót og 29 léttari vélar. Þá voru hátt í 300 litlar vélar í eigu ýmissa aðila. Alls voru 407 flugvélar á skrá í árslok og fjölgaði þeim um 10 á síðasta ári.

Mikill hluti stórra flugvéla Íslendinga eru vöruflutningaþotur. Hér er þota Atlanta merkt fraktffélagi í Malasíu.
Mikill hluti stórra flugvéla Íslendinga eru vöruflutningaþotur. Hér er þota Atlanta merkt fraktfélagi í Malasíu.

Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu flugöryggissviðs Flugmálastjórnar Íslands þar sem greint er frá helstu atriðum í starfseminni á síðasta ári.

Stærstu flugrekendurnir eru Atlanta með 31 þotu á skrá en þeim fækkaði um 13 frá árinu 2005 og Icelandair með 22 þotur í rekstri. Flugfélag Íslands rak í fyrra 9 flugvélar og Bláfugl 7 þotur. Stór hluti flugvéla sem eru með yfir 10 tonna flugtaksmassa eru flutningavélar eða alls 28 af 82. Atlanta rekur 18 þeirra og Bláfugl og Icelandair fimm hvort félag.

Þá kemur fram í skýrslunni að skipting Flugmálastjórnar í stjórnsýslu og eftirlitsstofnun annars vegar og hins vegar í þjónustustofnun, sem gerð var um síðustu áramót, hafi sett einna mestan svip á alla starfsemina á síðasta ári.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta