Hoppa yfir valmynd
2. mars 2009 Dómsmálaráðuneytið

Tímafrestir varðandi kosningar

Þegar kosningar til Alþingis fara fram er annað hvort um að ræða almennar reglulegar kosningar, sem fara fram á fjögurra ára fresti, eða kosningar þegar Alþingi hefur verið rofið.

Þegar kosningar til Alþingis fara fram er annaðhvort um að ræða almennar reglulegar kosningar, sem fara fram á fjögurra ára fresti, eða kosningar þegar Alþingi hefur verið rofið. Þegar um almennar reglulegar kosningar er að ræða auglýsir dómsmálaráðuneytið hvenær kosningarnar skulu fara fram. Þegar Alþingi er rofið ákveður forseti Íslands jafnframt kjördag með forsetabréfi skv. tillögu forsætisráðherra. Samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar skulu kosningar fara fram áður en 45 dagar eru liðnir frá því að þingrof var kunngert.

Í lögum um kosningar til Alþingis nr. 24/2000 eru ýmsir frestir, sem tengjast kosningunum, tilgreindir í vikum eða með öðrum tímamörkum. Sem dæmi má nefna að utankjörfundaratkvæðagreiðsla skal hefjast svo fljótt sem kostur er eftir að kjördagur hefur verið auglýstur, þó ekki fyrr en átta vikum fyrir kjördag. Kjörskrár skal miða við íbúaskrá þjóðskrár fimm vikum fyrir kjördag. Framboðum skal skila til yfirkjörstjórnar eigi síðar en 15 dögum fyrir kjördag og landskjörstjórn auglýsir framboðin eigi síðar en 10 dögum fyrir kjördag. Þessi tímamörk gilda jafnan í reglulegum almennum kosningum. Vegna þingrofs getur verið nauðsyn á að gera lagabreytingar þar sem ýmsum frestum er breytt.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta