Hoppa yfir valmynd
17. febrúar 2012 Innviðaráðuneytið

Aðalfundur ICEPRO verður haldinn 22. febrúar og EDI bikarinn afhentur í sextánda sinn

Aðalfundur ICEPRO verður haldinn í Snæfelli á Hótel Sögu, miðvikudaginn 22. febrúar 2012. Fundurinn hefst kl. 12:00.

Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra ávarpar fundinn og afhendir EDI-bikarinn verðugu fyrirtæki, lausn eða verkefni sem skarað hefur framúr á sviði rafrænna viðskipta á liðnu ári.

Stefán Kjærnested, varafjársýslustjóri stígur í pontu og setur fram markmið og dagsetningar um innleiðingu rafrænna reikninga hjá opinberum stofnunum.

Hrannar Erlingsson, framkvæmdastjóri Maritech svarar til um áhrif þessara markmiða á notendur og framleiðendur hugbúnaðar.

Að því loknu taka við hefðbundin aðalfundarstörf.

Boðið verður upp á léttan hádegisverð. Því er æskilegt að skrá þátttöku fyrirfram með tölvupósti á [email protected] eða í síma 510 7100. Tekið er á móti nýskráningum á sama hátt, eða á fundarstað.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta