Leiðbeiningar um gangsetningu rafrænna innkaupa
PEPPOL hefur gefið út „starter kit“ þ.e. leiðbeiningar um gangsetningu rafrænna innkaupa um alla Evrópu. Tilgangurinn er að auka áhuga og auðvelda gangsetningu rafrænna innkaupa.
Leiðbeiningabókin er 80 blaðsíður og skiptist í 6 kafla:
- Yfirlit yfir PEPPOL frumverkefnið, tilgang og staðla
- Rækilegt yfirlit yfir frumkeyrslur. Skilgreiningar á samningslausum og samningstengdum viðskiptum
- Uppbygging og upphaf PEPPOL verkefnisins og tengsl við CEN/BII
- Leiðbeiningar um notkunarpróf og samkvæmni. Burðarlagið
- Líkan stjórnunarhátta
- Tæknileg atriði og tékklistar
Sjá nánar: epractice.eu/en/library/5334751 þar sem má nálgast leiðbeiningabókina.