Open e-PRIOR kerfið án endurgjalds
Þann 19. mars s.l. birtist grein um "Open e-PRIOR" kerfið. Greinarhöfundur er verkefnisstjóri hjá DIGIT, framkvæmdastjórn upplýsingatækni í ESB, sem hefur þróað og notað kerfið í rúmlega þrjú ár.
Einkafyrirtækjum býðst nú auðveld leið til þátttöku í rafrænum viðskiptum innan Evrópu, en markmiðið er að efla rafræn opinber innkaup þar. Hægt er að sækja ókeypis eintak af "Open e-Prior" kerfinu og þjónustuaðilar eru hvattir til að kynna sér kerfið og annast fyrir viðskiptavini sína.
Punktar úr greininni:
- Kerfið styðst við PEPPOL lausnina og CEN/BII staðla fyrir vörulista, pantanir og reikninga
- Lítil og meðalstór fyrirtæki geta tekið þátt, jafnvel einstaklingar
- Hugbúnaðarpakka með "Open e-PRIOR" má sækja á Joinup.eu
- Pakkann þarf að tengja við bakvinnslukerfi notanda
- Þjónustuaðilar geta annast þá vinnu
- Kerfið býður upp á nauðsynlega tengingu og samþættingu
Sjá nánar greinina á: epractice.eu/en/blog/5345751 þar sem er að finna tengil í hugbúnaðarpakkann og nánari upplýsingar.
Yuliya Krumova greinarhöfundur er verkefnisstjóri hjá DIGIT (Directorate-General for Informatics).