Hoppa yfir valmynd
15. febrúar 2016 Innviðaráðuneytið

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir skipuð skrifstofustjóri

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir - mynd

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að skipa Steinunni Fjólu Sigurðardóttur í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu umhverfis og skipulags í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Hæfnisnefnd sem skipuð var af ráðherra til að meta hæfni umsækjenda, sbr. reglur nr. 393/2012, taldi Steinunni Fjólu hæfasta til að gegna embættinu. Fimm umsækjendur voru um embættið.

Steinunn Fjóla er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og hefur öðlast lögmannsréttindi. Hún hefur starfað í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu frá 2008, var staðgengill skrifstofustjóra og hefur verið settur skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfis og skipulags frá 2014. Áður starfaði Steinunn Fjóla meðal annars hjá sýslumanninum á Selfossi.

Steinunn er gift Erni Einarssyni framkvæmdastjóra og eiga þau tvö börn.

Hæfnisnefndina skipuðu Helga Hauksdóttir, mannauðsstjóri í utanríkisráðuneyti, formaður, Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti og Sigrún Traustadóttir, viðskiptafræðingur.

Steinunn Fjóla er skipuð í embættið frá 1. mars næstkomandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta