Hoppa yfir valmynd
10. janúar 2020 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs í Malaví

Unnur Orradóttir Ramette sendiherra og Peter Mutharika forseti Malaví © Kamusu Palace  - mynd

Unnur Orradóttir Ramette afhenti í gær Arthur Peter Mutharika forseta Malaví trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Malaví, með aðsetur í Úganda. Malaví er elsta samstarfsþjóð Íslands í þróunarsamvinnu en á nýliðinu ár voru liðin þrjátíu ár liðin frá því samstarfið hófst.

Malaví er meðal allra fátækustu ríkja heims. Þar búa nú um 18 milljónir íbúa og fjölgar ört, eins og í mörgum öðrum Afríkuríkjum. Ísland leggur ríka áherslu á að  efla grunnþjónustu og getu héraðsstjórnvalda í Mangochi til að veita heilsugæslu, menntun og aðgang að hæfu drykkjarvatni til rúmlega milljón  íbúa héraðsins.

Verkefnið hefur leitt til þess að dregið hefur úr mæðra- og barnadauða og vatnsbornum sjúkdómum í héraðinu og skólasókn barna hefur aukist.  Mannréttindi og kynjajafnrétti eru í heiðri höfð í þróunarsamvinnuverkefnum Íslands í Malaví, rétt eins og í allri utanríkisstefnu Íslands. Sendiherra vakti sérstaka athygli á þessum áherslum, þar með talið réttindum hinsegin fólks í ræðu sinni til forsetans. Fyrir tæpu ári fór Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í opinbera heimsókn til Malaví og hér er innslag frá þeirri heimsókn.

Umdæmi sendiráðs Íslands í Kampala, Úganda nær einnig til Kenya, Eþíópíu, Namibíu, Djíbútí, Suður-Afríku, Afríkusambandsins í Addis Ababa og Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Næróbí.

Lilja Dóra Kolbeinsdóttir er staðgengill sendiherra Íslands í Lilongwe, höfuðborg Malaví og Kristjana Sigurbjörnsdóttir er verkefnisstjóri þróunarsamvinnu Íslands.

Ræða sendiherra

  • $alt

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta