Hoppa yfir valmynd
14. ágúst 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Velferð íslenskra barna - sóknarfæri á umbrotatímum

Ráðstefnan Velferð íslenskra barna - sóknarfæri á umbrotatímum verður haldin 17. ágúst n.k. í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8 og er ráðstefnan öllum opin.

Lýðheilsustöð stendur að ráðstefnunni ásamt heilbrigðisráðuneyti, félags- og tryggingamálaráðuneyti, menntamálaráðuneyti, Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Velferðarsjóði barna.

Á ráðstefnunni verða m.a. kynntar niðurstöður rannsókna Lýðheilsustöðvar á áhrifum efnahagsþrenginganna á líðan Íslendinga og leitað leiða til draga úr neikvæðum áhrifum efnahagsþrenginganna á líðan íslenskra barna og ungmenna.

Ráðstefnan er kjörinn vettvangur fyrir alla þá sem vilja fræðast um rannsóknir og reynslu annarra þjóða af þrengingum og leiðum til uppbyggingar. Þar verður annars vegar lögð áhersla á málefni barna og ungmenna og hinsvegar á tækifæri til menntunar og atvinnu til framtíðar.

Dagskrá er aðgengileg á vef Lýðheilsustöðvar og þar fer einnig fram skráning á ráðstefnuna.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta