Tekið upp stjórnmálasamband við Myanmar (Búrma)
Fastafulltrúar Íslands og Myanmar hjá Sameinuðu þjóðunum, sendiherrarnir Gréta Gunnarsdóttir og Kyaw Tin, undirrituðu í New York, miðvikudaginn 19. desember, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna.