Hoppa yfir valmynd
1. mars 2016 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Viljayfirlýsing um seinni áfanga ljósleiðarahringtengingar Vestfjarða

Forsvarsmenn fjarskiptasjóðs og Neyðarlínunnar undirrituðu í dag í innanríkisráðuneytinu viljayfirlýsingu þess efnis að hafa samstarf um seinni verkáfanga hringtengingar ljósleiðara Vestfjarða með það fyrir augum að ljúka verkinu fyrir árslok 2016. Markaðskönnun og útboð fjarskiptasjóðs um það verkefni skilaði ekki viðunandi árangri en aðeins eitt tilboð barst í verkið sem var langt yfir kostnaðaráætlun.

Skrifað var undir viljayfirlýsingu fjarskiptasjóðs og Neyðarlínunnar í innanríkisráðuneytinu.

Neyðarlínan hefur það að markmiði að almenningur nái ávallt í neyðarnúmerið 112 og að tryggja virkni neyðar- og öryggisfjarskipta Tetra öryggisfjarskiptakerfisins svo og vöktunarbúnað Vaktstöðvar siglinga sem félagið rekur. Fjarskiptasjóður og Neyðarlínan hafa á undanförnum árum átt farsælt samstarf um fjölmörg uppbyggingararverkefni innviða fjarskipta sem miðað hafa að auknu öryggi í þágu almennings og viðbragðsaðila. Verkefni þetta er liður í framtaki stjórnvalda um eflingu fjarskiptainnviða og þá einkum ljósleiðarakerfa utan markaðssvæða.


Ólöf Nordal innanríkisráðherra fagnar þessum áfanga:

,,Það er mjög mikilvægt að þessi hringtenging ljósleiðara á Vestfjörðum dragist ekki þrátt fyrir að ekki hafi verið hægt að taka tilboði markaðarins um verkefnið. Með hringtengingunni er leitast við að tryggja enn frekar fjarskipti í þessum landshluta. Þarna erum við að halda áfram uppbyggingu í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um eflingu fjarskiptainnviða."

Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður stjórnar fjarskiptasjóðs, og Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, skrifuðu undir viljayfirlýsinguna að viðstöddum stjórnarmönnum fjarskiptasjóðs, þeim Valgerði Sverrisdóttur og Gunnari Svavarssyni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta