Opnun tilboða í styrk vegna ljósleiðaratenginga
Fjarskiptasjóður opnaði í dag styrkumsóknir frá sveitarfélögum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar þeirra á ljósleiðarakerfum árið 2016 í verkefninu Ísland ljóstengt. Niðurstöðu opnunarfundar er að finna hér . Listinn er birtur með fyrirvara um innsláttar- og reiknivillur.
Grænn litur gefur til kynna umsóknir sem líklegt er að hljóti styrk að uppfylltum skilyrðum. Gulur litur gefur til kynna að styrkur stendur líklega til boða vegna hluta af styrkbeiðninni. Aðrar styrkumsóknir sem bárust hljóta líklega ekki styrk að þessu sinni.Það sem getur breytt þessari niðurstöðu er að styrkumsóknir verði metnar ógildar eða þá að sveitarfélag með gilda umsókn ákveði að þiggja ekki styrkinn. Dagsetningar þessu tengt eru eftirfarandi:
- 11. apríl kl. 15:00: Formleg staðfesting á gildi umsókna og upphæðum sem standa einstaka sveitarfélögum til boða birt á vef fjarskiptasjóðs.
- 15. apríl kl. 15:00: Lokafrestur fyrir sveitarfélög til að skuldbinda sig til að þiggja styrkinn eða hafna honum.
- 22. apríl: Samningar frágengnir milli fjarskiptasjóðs og sveitarfélaga vegna styrkveitingar 2016.