Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2017 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Lokaskýrsla um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands afhent ráðherra

Ferðamenn á Brennisteinsöldu - myndHugi Ólafsson

Nefnd um forsendur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs hefur skilað umhverfis- og auðlindaráðherra lokaskýrslu sinni. Skýrslunni  er ætlað að vera grundvöllur fyrir áframhaldandi umræðu og ákvarðanatöku varðandi verndun miðhálendisins.

Í skýrslunni er að finna heildstætt yfirlit um miðhálendið­ og náttúru þess, stefnumörkun sem fyrir liggur, verndun, auðlindir, nýtingu, innviði og hagsmuni sem þar er að finna. Fjallað er um mismunandi sviðsmyndir fyrir þjóðgarða á miðhálendinu og frekari verndun innan miðhálendisins. Þá er í skýrslunni greining á áskorunum og tækifærum sem tengjast frekari friðun miðhálendisins.

Í skýrslunni er jafnframt farið yfir helstu sjónarmið sem komu fram á fundum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins með sveitarstjórnum sem eiga land innan miðhálendisins. Rætt er um sérkenni og fjölbreytni þjóðgarða sem verndarsvæða sem og íslenska löggjöf um þá. Loks er fjallað um fjármögnun þjóðgarðs og þá umræðu sem átt hefur sér stað um hvernig styrkja megi stofnanir sem fara með umsjón verndarsvæða á landinu öllu.

Forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands – lokaskýrsla nefndar (pdf skjal)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta