Hoppa yfir valmynd
12. desember 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Efni með tilgang: 12 milljónir króna til að vinna gegn félagslegri einangrun kvenna af erlendum uppruna

Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi Kirkjunnar, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, undirrita styrksamkomulagið.  - mynd

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt 12 milljóna króna styrk til verkefnisins „Efni með tilgang“ sem er samstarfsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins og Reykjavíkurborgar. Verkefnið er hugsað fyrir konur úr hópi innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda sem eru útsettar fyrir félagslegri einangrun.

Þátttakendum gefst tækifæri til að njóta samskipta við aðrar konur í sömu stöðu í góðu andrúmslofti og aðstæðum, ásamt því að æfa sig í að tala íslensku. Efni með tilgang er útvíkkun á verkefninu Taupokar með tilgang en undir þeim merkjum hafa konur af erlendum uppruna hist reglulega undanfarin ár og saumað fjölnota taupoka með góðum árangri. Tekjur hafa komið inn með sölu á pokunum og hafa þær farið í viðhald á vélum og fleira tengt starfseminni. Til pokagerðarinnar hafa konurnar nýtt efni sem þegar hefur verið notað og fengist að gjöf. Þannig hafa þær stuðlað að endurnýtingu efnis og umhverfisvernd um leið og þær hafa notið samverunnar.

Með styrknum verður mögulegt að útvíkka verkefnið, fá ýmis verkefni frá fyrirtækjum og auka með því fjölbreytnina í saumaskapnum. Meðal annars verður höfðað til samfélagslegrar ábyrgðar og skoðaðir möguleikar á að fá inn ný verkefni sem fela í sér endurnýtingu, endurvinnslu og stuðla að nýsköpun.

Virkniúrræðið er einnig hugsað sem skref í áttina að vinnumarkaði en við þátttökuna eykst sjálfstæði kvennanna til að sækja um störf á almennum markaði.

Hjálparstarf kirkjunnar ber ábyrgð á verkefninu en Hjálpræðisherinn leggur til húsnæði og Reykjavíkurborg til starfsaðstöðu fyrir starfsmann verkefnisins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta