Hoppa yfir valmynd
19. desember 2023 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Umsækjendur um alþjóðlega vernd fá viðbótargreiðslur í desember

Umsækjendur um alþjóðlega vernd fá viðbótargreiðslur í desember líkt og verið hefur undanfarin ár. Greiðslurnar nema 10 þúsund krónum fyrir hvern fullorðinn einstakling og 5 þúsund krónum fyrir börn og koma til viðbótar við fastar framfærslugreiðslur.

Nú eru tæplega 2.900 umsækjendur um alþjóðlega vernd í þjónustu Vinnumálastofnunar, þar af nærri 700 börn. Miðað við þann fjölda nemur heildarfjárhæð viðbótargreiðslnanna um 25 milljónir króna. Endanleg fjárhæð ræðst hins vegar af fjölda umsækjenda í þjónustu hjá Vinnumálastofnun á greiðsludegi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta