Utanríkisvarpið - 3. þáttur. Utanríkisþjónusta í stöðugri mótun - Rætt við Sigríði Snævarr sendiherra
Sigríður Snævarr á að baki langan og farsælan feril í utanríkisþjónustunni. Hún hóf störf í ráðuneytinu um miðbik áttunda áratugarins og í byrjun þess tíunda var hún skipuð sendiherra, fyrst íslenskra kvenna.
Í dag veitir Sigríður deild heimasendiherra forstöðu en henni var komið á fót í samræmi við tillögur umbótaskýrslunnar Utanríkisþjónusta til framtíðar sem Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra lét gera árið 2017.
Sigríður Snævarr er gestur þessa þriðja þáttar Utanríkisvarpsins þar sem þau Sveinn H. Guðmarsson rifja upp gamla tíma og spá í ókomna tíð. Upphafsstef: Daði Birgisson.
Einnig má nálgast þættina á helstu hlaðvarpsveitum, t.d. Soundcloud og Spotify.