Framlag íslenskra stjórnvalda tilkynnt á áheitaráðstefnu vegna átakanna í Sýrlandi
"Stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í hátt í áratug og leitt af sér miklar hörmungar. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem hefur lagt sitt lóð á vogarskálarnar við að lina þjáningar fórnarlamba átakanna og við munum áfram leggja okkar af mörkum. Við höfum lagt áherslu á að friðsamlegar lausnir og öryggi sýrlensks almennings enda er mikilvægt að tryggja að flóttafólki gefist kostur á að snúa til fyrri heimkynna með sem öruggustum hætti," sagði Guðlaugur Þór.
Með áheitunum sem tilkynnt voru í dag skuldbinda íslensk stjórnvöld sig til að leggja fram að lágmarki 277 miljónir króna á næstu þremur árum til nokkurra stofnana Sameinuðu þjóðanna sem starfa í Sýrlandi og með sýrlenskum flóttamönnum í nágrannaríkjum Sýrlands, þ.e. UNFPA, UN Women, WFP og svæðasjóðs OCHA í Líbanon og Sýrlandi.