Hoppa yfir valmynd
3. febrúar 2022 Utanríkisráðuneytið

Þórdís Kolbrún ræddi við utanríkisráðherra Eistlands

Öryggismál í Evrópu voru meginefni símafundar Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur og Evu-Maríu Liimets utanríkisráðherra Eistlands í dag, en góð samskipti ríkjanna og samstarf á sviði mannréttinda og norðurslóðamála voru einnig til umræðu. 

Þórdís Kolbrún sagðist fylgjast náið með þróun mála við landamæri Úkraínu og að hún styddi eindregið áframhaldandi viðleitni við að leita diplómatískra lausna á stöðunni. „Sem smáríki treysta bæði Ísland og Eistland á að alþjóðalög séu virt og sérstaklega friðhelgi alþjóðlegra landamæra til lands og sjávar,“ sagði Þórdís Kolbrún meðal annars. 

Ráðherrarnir ræddu jafnframt samstarf ríkjanna á sviði öryggismála en Ísland hefur sótt um aðild að öndvegissetri Atlantshafsbandalagsins um netöryggi sem hefur aðsetur í Tallinn. Þá ræddu þær um fund eistneska ráðherrans um fjölmiðlafrelsi í næstu viku undir merkjum Media Freedom Coalition sem Þórdís Kolbrún mun taka þátt í í gegnum fjarfundabúnað. 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

16. Friður og réttlæti

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta