Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Um áramótin sameinast heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu undir einn hatt og kallast eftir það Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Breytingin er gerð samkvæmt reglugerð nr. 608/2005 en innan vébanda heilsugæslunnar verða heilsugæslustöðvarnar í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ, Reykjavík og á Seltjarnarnesi, alls 15 heilsugæslustöðvar, auk Heilsuverndarstöðvarinnar og Miðstöðvar heimahjúkrunar í Reykjavík.
Sjá nánar: www.heilsugaeslan.is