Sendiráð Íslands tekur þátt í dagskrá Arktisk Festival í ár
Arktisk Festival verður haldin á Norðurbryggju dagana 2.-3. nóvember n.k. Við hvetjum alla til þess að kynna sér dagskrá hátíðarinnar sem samanstendur af fjölbreyttum menningarinnslögum um Norðurskautið. www.arktiskfestival.dk
Sendiráðið hefur opið báða dagana frá kl 11:00 -15:00, en anddyrið mun skarta hluta að ljósmyndasýningunni Siku Ajorpog – Ísinn er óviss, með ljósmynum eftir Ragnar Axelsson (IS) og Carsten Egenvang (DK).
Laugardaginn 2. nóvember kl 14:00 verður möguleiki á að hlusta á þá báða í samtali við sýningarstjóra sýningarinnar, H.K. Rannversson í anddyri sendiráðsins.
Samtalið fer fram á ensku og stendur í 45 mínútur. Allir velkomnir.