Hoppa yfir valmynd
24. mars 2011 Innviðaráðuneytið

Drög að endurskoðaðri reglugerð um ökuskírteini til umsagnar

Drög að reglugerð um ökuskírteini eru nú til umsagnar. Þeir sem þess óska geta sent umsagnir sínar á póstfangið [email protected] til 6. apríl næstkomandi.

Í gildi er reglugerð um ökuskírteini, nr. 501/1997 og reglugerð um löggildingu ökukennara og starfsleyfi ökuskóla, nr. 327/1999. Í drögum að nýrri reglugerð sem hér er til umsagnar er efni reglugerðanna sameinað.

Í drögunum er lagt til að sýslumaður í hverju umdæmi en ekki lögreglustjóri gefi út ökuskírteini og er það í samræmi við þann hátt sem nú er hafður á sýslumaðurinn í Reykjavík gefur þó ekki út ökuskírteini (2. gr.).

Námsheimild er nýmæli. Áður en umsækjandi hefur ökunám, kannar sýslumaður hvort hann uppfylli ekki öll skilyrði til að fá ökuskírteini, t.d. varðandi heilbrigði. Sé svo gefur sýslumaður út námsheimild. Fari ökupróf fram án þess að það sé í beinu framhaldi af ökunámi (t.d. eftir afturköllun ökuréttinda eða sviptingu ökuréttar), gefur sýslumaður út prófheimild. (5. gr. og 9. gr.).

Það sem greinir bifreið í B-, C1- og C-flokki frá bifreið í D1- og D-flokki er heimilaður fjöldi farþega.

Í bifreið í B-, C1- og C-flokki mega farþegar ekki vera fleiri en 8 en bifreið í D1- og D-flokki mega farþegar fleiri.

Það, sem greinir bifreið í B-, C1- og C-flokki að, er leyfð heildarþyngd Leyfð heildarþyngd bifreiðar í B-flokki skal vera 3.500 kg eða minni. Leyfð heildarþyngd bifreiðar í C1-flokki skal vera meiri en 3.500 kg en minni en 7.500 kg. Leyfð heildarþyngd bifreiðar í C-flokki skal vera meiri en 3.500 kg (6. gr.).

Reglur um fjölda kennslustunda í bóklegu og verklegu ökunámi, sem hafa verið í námskrá, eru nýmæli. Sama er um reglur um lengd kennslustunda og hlé á milli þeirra (10. gr.).

Lýsing á verklegu námi í 1. mgr. 11. gr. er nýmæli og er hliðstætt ákvæði ekki að finna í reglugerð nr. 501/1997 (11.gr.).

Prófdómari skal gæta skilyrðum sé fullnægt, annars vegar varðandi námsheimild, aldur og námslok og hins vegar varðandi prófheimild.

Bóklegt próf er annars vegar könnun þekkingar á umferðarlöggjöf og hins vegar könnun þekkingar á öðru sem tilgreint er í námskrá og varðar umferð og umhverfi hennar. Verklegt próf er annars vegar könnun aksturshæfni og hins vegar könnun þekkingar á ökutæki og meðferð þess (15. gr.).

Áður en umsækjandi þreytir próf, skal hann framvísa viðurkenndum persónuskilríkjum með ljósmynd af sér (16.gr.).

Sá sem sækir um endurnýjun ökuskírteinis, þegar liðin eru meira en tvö ár frá því að gildistími ökuskírteinisins rann út, skal þreyta próf í aksturshæfni skv. 15. gr. í stað hæfnisprófs skv.42.-44. gr. reglugerðar nr. 501/1997 (19. gr.).

Fullnaðarskírteini fyrir fyrir A1-, A- og B-flokk gildir þar til skírteinishafi er orðinn 70 ára. Í 58. gr. frv. til umferðarlaga (þingskjal 814 – 495. mál) er gert ráð fyrir að gildistími fullnaðarskírteinis fyrir fyrir A1-, A- og B-flokk verði 15 ár með aðlögun að styttri gildistíma miðað við 70 ár aldur hlutaðeigandi. Mun því þurfa að gera breytingar á reglugerð um ökuskírteini síðar, verði nefnt ákvæði 58. gr. að lögum. Ökuskírteini til farþegaflutninga í atvinnuskyni fyrir B-flokk, svo og ökuskírteini til annars aksturs en farþega- eða vöruflutningar í atvinnuskyni fyrir C1-, C-, D1- og D-flokki gildir í 5 ár (22. gr.).

Samkvæmt 1. mgr. 53. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 má afturkalla ökuréttindi ef skírteinishafi fullnægir ekki lengur skilyrðum til að öðlast ökuskírteini. Afturköllun ökuréttinda kemur fyrst og fremst til skoðunar sé ástæða er til þess að ætla að skírteinishafi fullnægi ekki lengur heilbrigðisskilyrðum eða skilyrðum um aksturshæfni og þekkingu á umferðarreglum. Þegar afturköllun kemur til álita reynir á sömu skilyrði sem umsækjandi þarf að uppfylla þegar hann sækir um ökuskírteini.

Ákvæði um um hæfnisathugun í 45. gr. reglugerðar nr. 501/1997 eru ekki í tillögu að nýrri reglugerð. Umrædd ákvæði hafa þótt óljós og hefur þeim lítið verið beitt. Samkvæmt 27. gr. hefur sýslumaður það úrræði að ákveða að viðkomandi þreyti próf í aksturshæfni samkvæmt 15. gr.

Ef ökuréttindi eru afturkölluð þarf viðkomandi skv. reglugerð nr. 501/1997 að þreyta bóklegt og verklegt próf fyrir B-flokk. Samkvæmt drögum að nýrri reglugerð þarf viðkomandi hins vegar að þreyta bóklegt próf fyrir B-flokk og jafnframt verklegt próf fyrir hvern ökuréttindaflokk sem umsóknin varðar til þess að öðlast ökuréttindi á ný (26. og 27.gr.).

Í samræmi við 1. mgr. 56. gr. umferðarlaga er kveðið á um að sýslumaður löggildi ökukennara að uppfylltum skilyrðum og að fenginni umsögn Umferðarstofu og skulu upplýsingar um ökukennararéttindi tilgreind með tákntölu, sbr. 3. tölulið III. kafla. I. viðauka (32. gr.).

Umferðarstofa gefur út starfsleyfi fyrir ökuskóla (40. gr.).

Umferðarstofa viðurkennir prófdómara (44. gr.).

Reglur um prófdómara mótast einkum af IV. viðauka tilskipunar nr. 2006/126/EB um lágmarkskröfur til einstaklinga sem halda verkleg ökupróf.

Í töflu hér að neðan kemur nánar fram samanburður á viðaukum við reglugerðina.

TILLAGA AÐ NÝRRI REGLGUERÐ Í STAÐ REGLUGERÐA NR. 501/1997 OG 327/1999 TILSKIPUN 2006/126/EB TILSKIPUN 2003/59/EB

I. VIÐAUKI.

ÖKUSKÍRTEINI – TÁKNTALA.

I. VIÐAUKI.

ÁKVÆÐI UM ÖKUSKÍRTEINI AÐ FYRIRMYND BANDALAGSINS.

 

II. VIÐAUKI

LÁGMARKS PRÓFKRÖFUR.

II. VIÐAUKI.

LÁGMARKSKRÖFUR Í ÖKUPRÓFI

 

III. VIÐAUKI.

LÁKGMARKSKRÖFUR UM ANDLEGA OG LÍKAMLEGA HÆFNI ÖKUMANNA TIL AÐ STJÓRNA VÉLKNÚNU ÖKUTÆKI.

III. VIÐAUKI.

LÁGMARKSKRÖFUR UM LÍKAMLEGT OG ANDLEGT HÆFI TIL AÐ AKA AFLKNÚNU ÖKUTÆKI

 

IV. VIÐAUKI.

ÖKUTÆKI SEM NOTUÐ ERU VIÐ KENNSLU OG VERKLEGT PRÓF.

Sjá 5. tölulið B-liðar II. VIÐAUKA  
Sjá X. KAFLA um viðurkenningu prófdómara.

IV. VIÐAUKI.

LÁGMARKSKRÖFUR TIL EINSTAKLINGA SEM HALDA VERKLEG ÖKUPRÓF

 

V. VIÐAUKI.

SÉRNÁM OG SÉRÞJÁLFUN – C1-, C-, C1E-, CE-, D1-, D-, D1E- OG DE-FLOKKUR.

 

I. VIÐAUKI.

LÁGMARKSKRÖFUR UM MENNTUN OG HÆFI OG ÞJÁLFUN.

Sjá texta við tákntölu nr. 96 í 2. tölulið (undir stjórnsýsla) í I. VIÐAUKA.

V. VIÐAUKI.

LÁGMARKSKRÖFUR UM ÞJÁLFUN ÖKUMANNA OG ÖKUPRÓF FYRIR SAMTENGD ÖKUTÆKI, EINS OG ÞAU ERU SKILGREIND Í ANNARRI UNDIRGREIN B-LIÐAR 4. MGR. 4. GR.

 
 

VI. VIÐAUKI.

LÁGMARKSKRÖFUR UM ÞJÁLFUN ÖKUMANNA OG ÖKUPRÓF FYRIR BIFHJÓL Í FLOKKI A (VEITING ÖKULEYFIS Í ÁFÖNGUM)

 

VI. VIAÐUKI.

ÖKUGERÐI.

   

VII. VIAÐUKI.

AKSTURSMAT.

   

VIII. VIÐAUKI.

SKILGREING Á FASTRI BÚSETU.

Sjá skilgreiningu í 12. gr.  

XIX. VIÐAUKI.

KENNSLUSKRÁ OG INNRA MAT Á GÆÐUM KENNSLU ÖKUSKÓLA.

   

Eins og áður sagði er frestur til að skila inn umsögnum við reglugerðardrög þessi til og með 6. apríl næstkomandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta