Hoppa yfir valmynd
4. júní 2019

Heimsmarkmiðin hafa mikla þýðingu fyrir öryggi á ÖSE-svæðinu.

Eignarhald æskulýðs í heimsmarkmiðunum og þýðing þeirra fyrir þá hópa í samfélaginu, sem eiga undir högg að sækja var á meðal atriða í máli fastafulltrúa í umfjöllun um markmiðin þriðjudaginn 4. júní. Umræða fór fram á sérstökum öryggisdegi (Security Day) á vegum aðalframkvæmdastjóra ÖSE. Fastafulltrúi sagði mikilvægt fyrir ÖSE að framfylgja heimsmarkmiðunum í öllum þremur víddum stofnunarinnar og stofnunum. Markmiðin væru mikilvægt tæki í hinni heildstæðu öryggismálahugmynd ÖSE. Ísland hefði tekið þátt í mótun markmiðanna frá upphafi. Auk þess að leggja áherslu á þau, sem hafa sérstaka þýðingu fyrir Ísland, hefði 16. markmiðið mikla þýðingu fyrir friðarstarf ÖSE. Stofnunin gæti gegn hlutverki í því að ná markmiðunum, og á sama hátt gætu þau verið mikilvæg í hinni heildstæðu öryggishugmynd ÖSE. Á meðal ræðumanna á fundinum var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yfirmaður ODIHR.

Ræða fastafulltrúans 4. júní 2019.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta