Útgjaldajöfnunarframlög nema 15,8 milljörðum árið 2024
Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra,hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða áætlun útgjaldajöfnunarframlaga til sveitarfélaga árið 2024 á grundvelli nýrrar tekjuskerðingar.
Samkvæmt áætluninni er lagt til að úthlutað verði 15.000 m.kr. vegna A-hluta og 575 m.kr. vegna B-hluta. Í lok árs verður svo úthlutað til viðbótar 175 m.kr. í B-hluta vegna íþyngjandi kostnaðar við skólaakstur á árinu 2024 og 50 m.kr. vegna akstursþjónustu fatlaðs fólks úr dreifbýli á árinu 2024. Samtals eru útgjaldajöfnunarframlög því 15.800 m.kr. á árinu 2024.