Nýr aðstoðarrannsóknarstjóri Rannsóknarnefndar flugslysa
Þorkell Ágústsson hefur verið skipaður aðstoðarrannsóknarstjóri Rannsóknarnefndar flugslysa.
Þorkell er vélvirki og hefur lokið iðnrekstrarfræði frá Tækniskóla Íslands, en einnig hefur hann M.Sc. próf í verkfræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku.
Þorkell starfaði sem vélvirki í Álverinu í Straumsvík um átta ára skeið, í tæknideild Flugleiða í níu ár, m.a. yfir kostnaðareftirliti deildarinnar, en síðast gegndi hann starfi framkvæmdastjóra hjá Íslensku vefstofunni.
Þorkell er kvæntur og á þrjú börn.