Hoppa yfir valmynd
8. maí 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Átta sóttu um stöðu ríkissáttasemjara

Velferðarráðuneytið
Velferðarráðuneytið

Frestur til að sækja um stöðu ríkissáttasemjara rann út í vikunni. Átta sóttu um embættið. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað þriggja manna nefnd til að meta hæfni umsækjenda. Skipað verður í embættið frá 1. júní 2015 til næstu fimm ára.

Umsækjendur eru eftirtaldir;

  • Bryndís Hlöðversdóttir
  • Dagný Rut Haraldsdóttir
  • Erna Einarsdóttir
  • Guðjón Helgi Egilsson
  • Guðmundur Halldórsson
  • Kolbrún Ásta Bjarnadóttir
  • Þorsteinn Þorsteinsson
  • Þórólfur Geir Matthíasson

Nefndin sem ráðherra hefur skipað til að meta hæfni  umsækjenda um embætti ríkissáttasemjara er svo skipuð;

  • Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, lögfræðingur
  • Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur
  • Hrafnhildur Stefánsdóttir, lögfræðingur

Böðvar Héðinsson, staðgengill skrifstofustjóra í velferðarráðuneytinu, starfar með nefndinni.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta