Hoppa yfir valmynd
7. október 2020 Innviðaráðuneytið

Undanþágu óskað um að endurmenntun atvinnubílstjóra verði áfram í fjarnámi

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur óskað eftir undanþágu frá nýlegri Evróputilskipun til að tryggja að endurmenntun atvinnubílstjóra stærri ökutækja geti áfram farið fram að öllu leyti í rafrænni kennslu í fjarnámi.

Hingað til hefur íslenska ríkið litið svo á að heimilt væri að ljúka endurmenntun ökumanna sem aka stærri ökutækjum í atvinnuskyni að öllu leyti með fjarnámi, þar sem engin krafa hafi verið í eldri tilskipun (2003/59) um að endurmenntun skuli fara fram í staðkennslu. Því hefur sérstaklega verið kveðið á um það í íslenskum umferðarlögum að heimilt sé að ljúka endurmenntun ökumanna í fjarnámi allt frá því að reglur um endurmenntun voru færðar í lög árið 2015.

Til stendur að taka inn í EES samninginn og íslenska löggjöf nýlega tilskipun Evrópuþings og -ráðs (2018/645) um breytingu á tilskipun (2003/59) um grunnþjálfun og reglubundna þjálfun ökumanna tiltekinna ökutækja til vöru- eða farþegaflutninga og um breytingu á tilskipun um ökuskírteini (2006/126). Meðal breytinga sem felast í tilskipuninni er að aðildarríkjum er sérstaklega heimilað að láta endurmenntun ökumanna sem aka ökutækjum í C, C1, D og D1-flokki í atvinnuskyni fara fram með rafrænum hætti. Þó heimilar tilskipunin aðeins að 12 af 35 kennslustundum endurmenntunar séu kenndar rafrænt.

Ráðuneytið hefur því fyrir hönd íslenska ríkisins farið fram á, að við upptöku tilskipunar 2018/645/ESB í EES samninginn, verði gerður aðlögunartexti við ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, þar sem kveðið verði á um að á Íslandi sé heimilt að láta endurmenntun ökumanna fara fram rafrænt að öllu leyti.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta