22. fundur stjórnarskrárnefndar
Dagskrá
- Fundargerð síðasta fundar
- Áframhaldandi umræða um forgangsatriði
- Önnur mál
Fundargerð
22. fundur – haldinn föstudaginn 20. mars 2015, kl. 9.00, í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands, Reykjavík.
Mættir voru eftirtaldir: Páll Þórhallsson, formaður, Aðalheiður Ámundadóttir, Birgir Ármannsson, Jón Kristjánsson, Katrín Jakobsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Róbert Marshall, sem tilnefndur hefur verið til setu í nefndinni af hálfu Bjartrar framtíðar. Valgerður Gunnarsdóttir hafði boðað forföll.
Þá sat fundinn Sif Guðjónsdóttir, lögfræðingur á löggjafarskrifstofu forsætisráðuneytis og ritari nefndarinnar.
Formaður setti fundinn og stýrði honum.
1. Fundargerð síðasta fundar
Fundargerð 21. fundar, sem haldinn var föstudaginn 13. mars 2015, var send nefndarmönnum með tölvupósti 13. mars. Fundargerðin var samþykkt án athugasemda.
2. Áframhaldandi umræða um forgangsatriði
2.1. Þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskrifta
Haldið var áfram umfjöllun um þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskrifta, sbr. einnig umræður á 17., 20. og 21. fundi, og leitast við að skýra betur um hvað er sátt, hvar/hvað ber á milli og hvort/hvernig hægt sé að nálgast þar sameiginlega niðurstöðu sem nánari útfærsla verði byggð á.
Unnið verður úr umræðum fundarins og ný drög send nefndarmönnum.
2.2. Framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu
Haldið var áfram umfjöllun um framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu, sbr. einnig umræður á 18. fundi, og leitast við að skýra betur um hvað er sátt, hvar/hvað ber á milli og hvort/hvernig hægt sé að nálgast þar sameiginlega niðurstöðu sem nánari útfærsla verði byggð á.
Unnið verður úr umræðum fundarins og ný drög (samfelldur texti í stað efnispunkta á glærum) send nefndarmönnum, sbr. vinnuáætlun á 19. fundi.
3. Önnur mál
Ekkert var rætt undir þessum lið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.00.
SG skrifaði fundargerð.