Hoppa yfir valmynd
24. nóvember 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Opinberir aðilar og nýsköpunar- og sprotafyrirtæki hittast á nýsköpunarmóti

Nýsköpunarmót Ríkiskaupa verður haldið þriðjudaginn 29. nóvember næstkomandi í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra opnar viðburðinn en þar verður kynntur áskoranavefur ríkisins, sem ætlað er að stuðla að nýskapandi lausnum við ýmsum verkefnum og áskorunum sem hið opinbera stendur frammi fyrir.

Launaseðlar og heimaspítali fyrir aldraða

Á viðburðinum verða nokkrar áskoranir opinberra aðila kynntar. Áskoranir sem þegar hafa borist og finna má á vefnum snúa m.a. að bættri framsetningu launaseðla, heimaspítala fyrir aldraða og stafrænum starfsmannakortum.

Fulltrúar Ríkiskaupa kynna jafnframt hugmyndafræði og markmið Nýsköpunarmótsins, ekki síst þegar kemur að opinberum innkaupum. Enn fremur taka þeir á móti frekari áskorunum og lausnum til að birta á vefnum.

Nýsköpunarmót er vettvangur sem færir opinbera aðila og nýsköpunar- og sprotafyrirtæki að sama borði til að ræða áskoranir og leita lausna. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að skapaðar verði forsendur fyrir opinbera aðila til þess að vinna að jafnaði með nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum í því að hanna og þróa lausnir sem geta leyst viðfangsefni hins opinbera á betri og hagkvæmari hátt en gert er og er þessi nýi vettvangur liður í þeim aðgerðum.

Til þess að taka þátt í viðburðinum þarf að skrá sig á vef Nýsköpunarmótsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta