Dómsmálaráðherra sótti prestastefnu í Þýskalandi
Dómsmálaráðherra flutti ávarp við setningu prestastefnu sem að þessu sinni var haldin í Wittenberg í Þýskalandi 6. júní sl.
Tilefni þess að prestastefna var haldin utan landsteinanna er að í ár eru 500 ár liðin frá þeim atburði sem almennt er talið að hafi markað upphaf siðbótar. Í Wittenberg bjó og starfaði Marteinn Lúther og þar kom hann á framfæri kenningum sínum um kristna trú með því að festa á dyr Hallarkirkjunnar í Wittenberg kenningar sínar í 95 greinum.