Hoppa yfir valmynd
20. apríl 2020 Forsætisráðuneytið

Mest ánægja með viðbrögð stjórnvalda á Íslandi

96% aðspurðra á Íslandi telja að stjórnvöld standi sig vel í viðureigninni við kórónuveiruna. Íslendingar eru ánægðastir allra þjóða með frammistöðu sinna stjórnvalda vegna COVID-19 samkvæmt alþjóðlegri könnun Gallups. Könnunin var gerð víðs vegar um heiminn í þessum mánuði en Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem tekur þátt. Næstir á eftir Íslendingum þegar kemur að áliti á frammistöðu stjórnvalda eru Indverjar. 93% þeirra eru sátt við framgöngu stjórnvalda. Óánægjan er mest í Taílandi og Japan þar sem í kringum 20 af hundraði segja að stjórnvöld séu að standa sig vel. Þá telur um helmingur Bandaríkjamanna að stjórnvöld séu að standa sig og rétt rúmlega helmingur Rússa er sáttur við sín stjórnvöld.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegri frétt í Speglinum á RÚV í dag. Þar segir jafnframt að einungis 7 prósent landsmanna telja ógnina vegna veirunnar ýkta.

 

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

3. Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta