Tilnefning Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO afhent í París
Tilnefning Íslands um að Vatnajökulsþjóðgarður og hluti gosbeltisins verði tekinn inn á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna var afhent á skrifstofu UNESCO í París í dag.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, undirrituðu tilnefninguna við Hoffellsjökul síðastliðinn sunnudag. Í henni er áhersla lögð á rekbeltið, heita reitinn undir landinu og eldstöðvakerfi í gosbeltunum ásamt samspili elds og íss sem einstakt er talið á heimsvísu.
Á heimsminjaskrá UNESCO eru staðir sem teljast hafa gildi ekki einvörðungu fyrir viðkomandi land heldur fyrir allt mannkyn.
Tilnefning Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO (á ensku) (pdf-skjal)