Hoppa yfir valmynd
6. júní 2012 Innviðaráðuneytið

Öflugir gestir í vinnuferð í Reykjavík

Þátttakendur á vinnunefndi Staðlasamtaka Evrópu (CEN/BII) í Reykjavík
Þátttakendur á vinnunefndi Staðlasamtaka Evrópu (CEN/BII) í Reykjavík

Veðrið lék við 30 góða gesti frá 10 Evrópulöndum dagana 4. til 7. júní. Þetta er ein af vinnunefndum Staðlasamtaka Evrópu (CEN/BII). Hópurinn vinnur að mörgum gerðum rafrænna skeyta, svo sem reikningum, pöntunum, vörulistum, kreditnótum, útboðum, tilboðum og svarskeytum ýmiss konar. ICEPRO er gestgjafi vinnufundarins í Reykjavík. Íslendingar eiga tvo fasta fulltrúa í hópnum, sem báðir eru hópstjórar. Þátttaka Íslendinga í verkefninu tryggir mikinn ávinning af upptöku alþjóðlegra rafrænna viðskipta í framtíðinni.

Á meðal gesta er Antonio Conte, aðalstjórnandi upplýsingatækni stjórnsviðs atvinnu- og iðnaðar (DG ENTR) hjá ESB. Hann er búinn að halda kynningarfund með fulltrúum Fjármálaráðuneytis, Fjársýslu, Fagstaðlaráðs (FUT), Viðskiptaráðs, hugbúnaðarhúsa og ICEPRO. Antonio kynnti stefnu ESB í rafrænum viðskiptum, rafrænum innkaupum, rafreikningum og stöðlum um rafræn viðskipti. Á eftir svaraði hann spurningum fundarmanna. Rætt var um væntanlegar breytingar á lagaumhverfi rafrænna reikninga hérlendis og lýsti Antonio sig fúsan til að leggja Íslendingum lið við heimildaöflun um efnið.

Formaður vinnunefndar CEN/BII er Norðmaðurinn Jostein Frömyr, forstjóri EDISYS í Noregi. Hann hefur langa reynslu af samræmingu og staðlagerð fyrir rafræn viðskipti og hefur unnið með helstu staðlastofnunum á því sviði. Hann sagði frá tilurð CEN/BII vinnunefndarinnar, vinnulagi, afurðum og ávinningi.Hann reifaði auk þess helstu ágreiningsmálin sem hópurinn er að leysa. Formenn fjögurra vinnuhópa CEN/BII tóku þátt í fundinum, sem var öðrum þræði opinber umræðufundur, með þátttöku Íslendinga. Einnig var fjallað um tengsl CEN/BII við PEPPOL verkefnið, Open-PRIOR og fleiri.

Fundir stóðu yfir í rúmlega 10 klst. í gær, þriðjudag, og gestirnir fjölmenntu í Nauthól að loknu dagsverki. Þar voru skoðaðar fallegar skyggnur frá Íslandi og tekið upp léttara hjal. Loks gengu menn upp að Perlunni til að fylgjast með þvergöngu Venusar yfir sólskífuna, ásamt stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness. Gestirnir voru upp til hópa ánægðir með veðrið og móttöku Íslendinga. Víst er að margir þeirra hafa hugsað sér að koma hingað aftur.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta