Hoppa yfir valmynd
7. október 2014 Dómsmálaráðuneytið

Drög að lagafrumvarpi til breytinga á vopnalögum til umsagnar

Innanríkisráðuneytið kynnir drög að lagafrumvarpi til breytinga á vopnalögum. Unnt er að koma umsögnum um frumvarpsdrögin til ráðuneytisins á netfangið [email protected] til 17. október næstkomandi.

Með frumvarpsdrögunum eru lagðar til breytingar sem fela í sér innleiðingu á tveimur Evróputilskipunum, annars vegar um skotelda og hins vegar um sprengiefni. Þá eru lagðar til ýmsar lagfæringar á gildandi rétti sem margar hverjar eiga að stuðla að auknu almannaöryggi á einn eða annan hátt til dæmis með strangari skilyrðum til innflutnings og verslunar með skotelda, hert eru skilyrði til skotvopnaframleiðslu, til skráningar skotvopna og skotfæra, til geymslu vopna í læstum skápum og fleiri atriði.

Loks eru ákvæði í frumvarpinu sem eiga að aðlaga íslenskan rétt að ýmsum samningum sem Ísland hefur undirgengist s.s. Chicago samningi um flugmál. Varðar sú breyting heimild til handa flugrekendum að eignast hand- og fótajárn eftir ákveðnum skilyrðum til að nota vegna hugsanlegra óláta farþega.

Við samningu frumvarpsins var haft samráð við embætti ríkislögreglustjóra, lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu og Neytendastofu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta