Ísland ljóstengt 2021: Tólf sveitarfélögum stendur til boða að sækja um styrk
Umsóknarferli fjarskiptasjóðs vegna lokaúthlutunar í landsátakinu Ísland ljóstengt stendur nú yfir. Fyrri hluti ferlisins (A-hluti) var nokkurs konar forval og liggur niðurstaða fyrir. Síðari hlutinn (B-hluti), sem nú fer í hönd, felur í sér skil og úrvinnslu styrkbeiðna. Eftirtöldum tólf sveitarfélögum stendur nú til boða að senda inn styrkumsóknir vegna B-hluta:
- Akrahreppur
- Árneshreppur
- Dalabyggð
- Fjarðabyggð
- Húnaþing vestra
- Ísafjarðarbær
- Múlaþing (vegna Berufjarðar)
- Reykhólahreppur
- Reykjanesbær
- Strandabyggð
- Suðurnesjabær
- Tálknafjörður
Skilafrestur vegna B-hluta er til og með miðvikudagsins 10. mars nk. kl. 12:00.