Hoppa yfir valmynd
3. mars 2021 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Ísland ljóstengt 2021: Tólf sveitarfélögum stendur til boða að sækja um styrk

Umsóknarferli fjarskiptasjóðs vegna lokaúthlutunar í landsátakinu Ísland ljóstengt stendur nú yfir. Fyrri hluti ferlisins (A-hluti) var nokkurs konar forval og liggur niðurstaða fyrir. Síðari hlutinn (B-hluti), sem nú fer í hönd, felur í sér skil og úrvinnslu styrkbeiðna. Eftirtöldum tólf sveitarfélögum stendur nú til boða að senda inn styrkumsóknir vegna B-hluta:

  • Akrahreppur
  • Árneshreppur
  • Dalabyggð
  • Fjarðabyggð
  • Húnaþing vestra
  • Ísafjarðarbær
  • Múlaþing (vegna Berufjarðar)
  • Reykhólahreppur
  • Reykjanesbær
  • Strandabyggð
  • Suðurnesjabær
  • Tálknafjörður

Skilafrestur vegna B-hluta er til og með miðvikudagsins 10. mars nk. kl. 12:00.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta