Hoppa yfir valmynd
11. nóvember 2016 Heilbrigðisráðuneytið

Spornað við úttbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería

Vegna vaxandi ógnar sem stafar af útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería hefur heilbrigðisráðherra skipað starfshóp sem móta á tillögur um eftirlit með sýklum og sýklalyfjaónæmi í dýrum og ferskum matvælum.

Útbreiðsla sýklalyfjaónæmra baktería á sér margar orsakir og ein þeirra er dreifing með matvælum. Hér á landi hefur eftirlit með sýklalyfjaónæmi í dýrum og ferskum matvælum verið takmarkað og ekki framkvæmt með sambærilegum kerfisbundnum hætti og annars staðar í Evrópu, þar sem eftirlit byggist á ákvörðun Evrópusambandsins nr. 652/2013 um vöktunarreglur sem ekki hefur verið innleidd hér á landi. Vegna þessa skortir upplýsingar um sýklalyfjaónæmi baktería í dýrum og ferskum matvælum hér á landi og því erfitt að meta hvort aukin hætta sé á að sýklalyfjaónæmar bakteríur berist í fólk með innflutningi ferskra matvæla.

Starfshópurinn er skipaður á grundvelli  tillögu frá fulltrúum samstarfsnefndar um sóttvarnir, velferðarráðuneytis og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Gert er ráð fyrir að hann skili heilbrigðisráðherra tillögum sínum 1. febrúar 2017.

Formaður starfshópsins er Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en auk hans eiga þar sæti Sigurborg Daðadóttir, tilnefnd af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Vala Friðriksdóttir, tilnefnd af Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta