Hoppa yfir valmynd
21. október 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Milljónir í grunnrannsóknir

Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, afhenti styrki til grunnrannsókna brjóstakrabbameins sem samtökin Göngum saman veita.

Heilbrigðisráðherra afhenti styrkina við sérstaka athöfn í húsakynnum Krabbameinsfélagsins í gær, en það eru samtökin Göngum saman sem veita þá og safna styrktarfénu. Heilbrigðisráðherra gat þess í ávarpi sínu af þessu tilefni að samtökin hefðu samtals veitt tólf milljónir í styrki til rannsókna á brjóstakrabbameini undanfarin þrjú ár og undirstrikaði ráðherra mikilvægi frumkvæðisins sem samtökin sýndu með styrkveitingunum og þakkaði þeim sérstaklega sem standa að samtökunum.

Að þessu sinni námu styrkir Göngum saman fimm milljónum króna. Þrjár konur og karl hlutu styrki að þessu sinni. Þau eru: dr. Inga Reynisdóttir sem hlaut styrk (1.5 milljónir króna) fyrir verkefnið „Eru æxlismyndandi áhrif mögnunar 8p12-p11 litningasvæðisins knúin áfram af offramleiðslu ERLIN2 gensins?“, dr. Jórunn Erla Eyfjörð fyrir verkefnið „Erfðamynstur og sjúkdómshorfur í brjóstakrabbameini tengd sértækri meðferð“ (1 milljón króna), dr. Rósa Björk Barkardóttir fyrir verkefnið „Tengsl áhættusamsætna brjóstakrabbameins við genatjáningu í brjóstaæxlum og sameindameinafræðilega flokkun æxlanna“ (1 milljón króna) og Valgarður Sigurðsson, doktorsnemi, hlaut styrk (1.5 milljónir króna) fyrir verkefnið „Bandvefslík umbreyting stofnfruma í brjóstkirtli“.

 Sjá nánar á vef samtakanna Göngum saman

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta