Hoppa yfir valmynd
2. nóvember 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Almennar niðurgreiðslur bundnar við ódýrustu lyfin

Almennar niðurgreiðslur hins opinbera vegna beinþéttnilyfja eru frá 1. nóvember bundnar við ódýrustu lyfin.

Breytingin byggir efnislega á því sem lagt var til grundvallar þegar greiðsluþátttöku magalyfja, blóðfitulækkandi lyfja og síðar tiltekinna blóðþrýstingslyfja var breytt. Breytingarnar voru kynntar hagsmunaaðiljum, en þær fela í sér að ódýrustu lyfin í lyfjaflokknum verða með óbreytta greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. Ef meðferð með ódýrustu lyfjunum reynist ófullnægjandi eða aukaverkanir koma fram við notkun þeirra getur læknir sótt um lyfjaskírteini sem að því fengnu tryggja niðurgreiðslu fyrir dýrari lyfjunum.

Í kjölfar samráðsins við hagsmunaaðila var ákveðið að vikmörkin yrðu 20% í stað 10% og að greiðsluþátttaka haldist óbreytt í 3 mánuði eftir að breytingin tekur gildi vegna lyfseðla sem gefnir eru út fyrir 1. nóvember. Sparnaður miðað við heilt ár er talinn verða 70 til 100 milljónir á ári. Sparnaður vegna breytinga á niðurgreiðslum beinþéttnilyfja fram til áramóta er áætlaður um 14 milljónir króna.

Sjá nánar reglugerð nr. 841/2009  



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta