Hoppa yfir valmynd
3. nóvember 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Lyfjabreytingar hafa heppnast afar vel

Breytingarnar á fyrirkomulagi niðurgreiðslna lyfja tókust framar björtustu vonum að mati Landlæknis. “Skemmst er frá að segja að breytingarnar hafa tekist með afbrigðum vel. Allir þeir sem komið hafa að þessum breytingum hafa staðið vel að verki. Sparnaður nemur hundruðum milljóna króna á ársgrundvelli. Undirritaður þekkir engin dæmi þess að heilsufar einstaklinga hafi skaðast við þessar breytingar. Yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala, Guðmundur Þorgeirsson, sérfræðingur í hjartasjúkdómum, segir engan hafa komið inn á bráðamóttöku með einkenni sem rekja mætti til breytingarinnar. Heilsugæslulæknar sem undirritaður hefur haft samband við hafa sömu sögu að segja.”

Þetta kemur fram í bréfi Landlæknis til Álfheiðar Ingadóttur, heilbrigðisráðherra, en ráðherra fór fram á að Landlæknir mæti áhrif af breyttri greiðsluþátttöku ríkisins í lyfjum í kjölfar reglugerðarbreytinga sem heilbrigðisráðherra hefur gefið út á árinu og tóku gildi 1. mars og 1. október sl.

Gert er ráð fyrir að breytingarnar á lyfjasviði, sem komið hafa til framkvæmda á árinu, skili tæplega 1570 milljóna króna sparnaði fyrir ríkið. Breytingar í smásöluálagningu skila um 200 milljónum króna, hækkun greiðsluþaks sjúklinga sparar ríkinu 300 milljónir króna, breytingar í greiðsluþátttöku skila um 864 milljónum króna, og endurskoðun lyfjaverðs skilar um 200 milljóna króna lægri útgjöldum fyrir ríkið.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta