Verkefnisstjórn skipuð
Gunnar Svavarsson, fyrrverandi alþingismaður, verður formaður verkefnisstjórnar vegna nýbyggingar Landspítala. Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti um það við undirritun viljayfirlýsingar milli heilbrigðisráðuneytisins fh. ríkisstjórnar og lífeyrissjóðanna að hún hafi skipað verkefnisstjórn vegna fjármögnunar nýs Landspítala. Hlutverk verkefnastjórnar verður fyrst og fremst að sjá um samskipti við þá sem fjármagna verkið, við skipulagsyfirvöld og að hafa umsjón með samningum við hönnuði. Í verkefnistjórninni eru:
Gunnar Svavarsson, fyrrv. alþingismaður, formaður
Egill Tryggvason, sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu
Gyða Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítala
Ingjaldur Hannibalsson, prófessor við Háskóla Íslands
Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri á LSH, og,
Vilborg Þ. Hauksdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu