Hoppa yfir valmynd
4. nóvember 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Verkefnisstjórn skipuð

Gunnar Svavarsson, fyrrverandi alþingismaður, verður formaður verkefnisstjórnar vegna nýbyggingar Landspítala. Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti um það við undirritun viljayfirlýsingar milli heilbrigðisráðuneytisins fh. ríkisstjórnar og lífeyrissjóðanna að hún hafi skipað verkefnisstjórn vegna fjármögnunar nýs Landspítala. Hlutverk verkefnastjórnar verður fyrst og fremst að sjá um samskipti við þá sem fjármagna verkið, við skipulagsyfirvöld og að hafa umsjón með samningum við hönnuði. Í verkefnistjórninni eru:

Gunnar Svavarsson, fyrrv. alþingismaður, formaður

Egill Tryggvason, sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu

Gyða Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítala

Ingjaldur Hannibalsson, prófessor við Háskóla Íslands

Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri á LSH, og,

Vilborg Þ. Hauksdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta