Hoppa yfir valmynd
20. maí 2021 Matvælaráðuneytið

Umsækjendur um stöðu ráðuneytisstjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu

Alls bárust þrettán umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis sem auglýst var þann 30. apríl 2021 en umsóknarfrestur rann út þann 18. maí sl. 
 
Umsækjendur eru: 
 
  1. Aishwarya G Malayi, íþróttakona 
  2. Ásta Magnúsdóttir, lögfræðingur 
  3. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri 
  4. Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri 
  5. Bragi Bjarnason, deildarstjóri 
  6. Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri 
  7. Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri 
  8. Katrín Olga Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri og óháður stjórnarmaður
  9. Kolbeinn Árnason, skrifstofustjóri
  10. Rögnvaldur Guðmundsson, verkefnastjóri 
  11. Sigrún Brynja Einarsdóttir, skrifstofustjóri 
  12. Þorgeir Pálsson, rekstrarhagfræðingur 
  13. Þórlindur Kjartansson, ráðgjafi á sviði stefnumótunar og stjórnunar 
 
Birtir eru nýjustu starfstitlar umsækjenda samkvæmt umsóknargögnum. 
 
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipar í stöðuna frá og með 1. júlí 2021. Ráðherra mun skipa nefnd sem verður falið að meta hæfni umsækjenda og skila skýrslu til ráðherra. 
 
 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta