Hoppa yfir valmynd
15. febrúar 2013 Utanríkisráðuneytið

Trúnaðarbréf afhent í Bangladess

Guðmundur Eiríksson sendiherra afhenti Zillur Rahman, forseta Bangladess, trúnaðarbréf   sem sendiherra Íslands í Bangladess með aðsetur í Nýju Delí, 13. febrúar sl. í Dhaka.

Sendiherra átti einnig fundi með Dipu Moni utanríkisráðherra, Abdul Latif Biswas sjávarútvegsráðherra og fulltrúum sjávarútvegsmála þar sem sameiginleg hagsmunamál Íslands og Bangladess voru rædd, einkum aukin samvinna á sviði sjávarútvegsmála.

Sendiherra ræddi ennfremur við stjórn Norræna viðskipta- og iðnaðarráðsins í Bangladess um möguleika á eflingu almennra viðskiptatengsla ríkjanna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta