Hoppa yfir valmynd
3. október 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Hringborðsumræður Íslands og Kanada um sjálfbæra ferðaþjónustu

Sérfræðingar frá Íslandi og Kanada ræða og svara spurningum um sjálfbæra ferðaþjónustu og stjórnun áfangastaða á vefhringborðsumræðum, miðvikudaginn 11. október næstkomandi frá kl. 15:30-16:30.

Fyrir Íslands hönd taka til máls Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra, Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri, Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og Hlynur Guðjónsson sendiherra Íslands í Kanada.

Fundurinn er skipulagður af sendiráði Íslands í Ottawa og sendiráði Kanada í Reykjavík í samstarfi við Polar Knowledge Canada og Icelandic Arctic Cooperation Network á Akureyri.

Bæði Ísland og Kanada standa frammi fyrir vaxandi fjölda ferðamanna. Slíkur vöxtur getur valdið verulegu álagi á náttúruna og umhverfið. Á þessum viðburði verður farið yfir þær áskoranir sem Ísland og Kanada hafa glímt við undanfarin ár og aðferðirnar sem hefur verið beitt til að kljást við þær.

Skráning fer fram á Eventbrite og nánar má lesa um dagskrá viðburðarins HÉR

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta