Hoppa yfir valmynd
21. desember 2012 Utanríkisráðuneytið

Fimmtu lotu fríverslunarviðræðna við Kína lokið

Frá fríverslunarviðræðum Íslands og Kína í desember 2012
Frá viðræðunum í Þjóðmenningarhúsinu
Fimmta lota samningaviðræðna Íslands og Kína um fríverslun var haldin í Reykjavík dagana 18.-20. desember. 

Formaður íslensku sendinefndarinnar er Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra en formaður kínversku sendinefndarinnar er Sun Yuanjiang skrifstofustjóri í kínverska utanríkisviðskiptaráðuneytinu. Samninganefnd Íslands skipa, auk starfsmanna utanríkisráðuneytisins, fulltrúar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, ráðuneytum innanríkis- og velferðarmála auk Tollstjóra, Útlendingastofnunar, Vinnumálastofnunar og Einkaleyfastofu.

Vel þokaðist í viðræðunum og eru aðilar bjartsýnir á að unnt verði að hnýta lausa enda í undirbúningi fyrir næstu lotu sem áætluð er snemma á næsta ári en vonast er til að hún verði sú síðasta. Samið er um niðurfellingu tolla, þjónustuviðskipti, upprunareglur, heilbrigðiseftirlit, tæknilegar viðskiptahindranir, lagaleg málefni, vernd hugverka og opinber innkaup. 

Markmið með  gerð fríverslunarsamningsins er fyrst og fremst að tryggja útflutningshagsmuni Íslands á þeim mikilvæga og ört vaxandi markaði sem Kína er. Samingsdrögin sem fyrir liggja að lokinni fimmtu lotunni eru áþekk þeim sem gengur og gerist í fríverslunarsamningum þeim sem Ísland gerir í samfloti við önnur EFTA-ríki. Á hinn bóginn eru þess fá dæmi að Ísland semji tvíhliða um fríverslun og er Höyvíkursamningurinn við Færeyjar síðasta dæmið þar um. Með EFTA hefur Ísland gert 24 fríverslunarsamninga við 33 ríki.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta