Málþing um starfsendurhæfingu
Þann 14. og 15. apríl næstkomandi stendur félagsmálaráðuneytið fyrir málþingi um starfsendurhæfingu, í samvinnu við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og tryggingastofnun ríkisins. Málþingið fer fram á Hótel Loftleiðum og er hluti af norrænu samstarfsverkefni sem styrkt er af Norrænu ráðherranefndinni.
Málþingið ber yfirskriftina; Breaking the barriers – new thoughts in organizing vocational rehabilitation and other interventions.
Málþingið fer fram á ensku og ekkert gjald er tekið fyrir þátttöku.