Föstudagspóstur 19. janúar 2024
Ískaldur föstudagur kallar á sjóðheitan föstudagspóst. Hann er það svo sannarlega að þessu sinni og tvöfaldur í þokkabót.
Við byrjum á því sem er efst í hugum okkar Íslendinga; eldgosi í Grindavík. Þótt ekki sé um alþjóðaviðburð að ræða gegna sendiskrifstofur Íslands samt því hlutverki meðal annars að láta alþjóðasamfélagið og Íslendinga erlendis vita hvort óhætt sé að ferðast til landsins, hvort flugsamgöngur raskist eða fært sé frá flugvellinum í Keflavík um alla helstu vegi.
A further eruption has started on the Reykjanes peninsula
— MFA Iceland 🇮🇸 (@MFAIceland) January 14, 2024
🔹It does not present a threat to life
🔹Nearby town has been evacuated
🔹No disruption to international or domestic flights
🔹All roads to Keflavik international airport are unaffected
More info: https://t.co/iXRTdZfRLT pic.twitter.com/jMo4B05Xg4
Þjóðin stendur þétt við bakið á Grindvíkingum sem eiga um sárt að binda eftir eldgos og skjálfta undanfarið og búa nú við mikla óvissu um framtíð sína. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sendi þeim kveðju á erfiðum tímum.
A volcanic eruption has started on the Reykjanes Peninsula. Fissure is close to the town of Grindavík which was evacuated early morning. The situation is isolated within the area and life goes on as usual elsewhere, as do flights. Our thoughts are with the people of Grindavík.
— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) January 14, 2024
Utanríkisráðherra tók í vikunni þátt í viðskiptadegi þýsk-íslenska viðskiptaráðsins í München. Hann heimsótti m.a. fyrirtæki á sviði matvælasölu sem selur íslenskan fisk með upprunamerkingu í hæsta verðflokki, auk fyrirtækja á sviði sprotafjármögnunar og orkumála, en mikil tækifæri felast í samstarfi milli Íslands og Þýskalands á sviði jarðhita. Í sömu ferð átti hann góðan fund með Eric Beißwenger, Evrópu- og alþjóðamálaráðherra Bæjaralands, og heimsótti Hanns-Seidl stofnunina. Markmiðið var að styðja þýsk-íslenska viðskiptaráðið við að efla enn frekari viðskiptatækifæri milli ríkjanna tveggja.
Þá var hann einnig viðstaddur leik Íslands og Svartfjallalands sem Ísland vann með glæsibrag.
Starfsfólk sendiráðs Íslands í Berlín hélt áfram að standa þétt við bakið á strákunum okkar á Evrópumótinum.
Wir können uns heute Abend alle einig sein, geschlossen hinter dem isländischen Trainer und seinem Team zu stehen. 😘 Áfram Ísland! @HSI_Iceland #GERISL #StrákarnirOkkar @AuswaertigesAmt https://t.co/BffH4koGqU
— Island in Deutschland 🇮🇸 (@IcelandinBerlin) January 18, 2024
Dagana 11 – 12. Janúar fór fram í borginni Namur í Belgíu, óformlegur fundur ráðherra ESB sem bera ábyrgð á atvinnu- og félagsmálum. Megináhersla fundarins var á félagslegu réttindastoðina (e. European Pillar of Social rights). 🇮🇸🇪🇺 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags og vinnumarkaðsráðherra sótti fundinn. Í ræðu sinni á fundinum lagði Guðmundur Ingi m.a. áherslu á jafnrétti og lýðræði sem hornsteina velsældar. Ráðherra átti einnig tvíhliðafundi með félagsmálaráðherra Úkraínu, auk fulltrúa Spánar og Noregs sem sendiráðið Íslands í Brussel átti þátt í að skipuleggja.
Fiskveiðar eru á allra vörum í Genf en Einar Gunnarsson sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Alþjóðaviðskiptamálastofnuninni er bjartsýnn á að samningaviðræður gangi vel í svokölluðum "fiskimánuði" stofnunarinnar.
Encouraged by the strong and constructive engagement by members at the beginning the fish month. Optimistic that an Agreement disciplining overcapacity and overfishing can be concluded by MC13. @einar_gunn https://t.co/xNIFfdRNfh
— Iceland in Geneva 🇮🇸 (@IcelandinGeneva) January 16, 2024
Í sendiráðsbústaðnum í Helsinki var kátt á hjalla 11. janúar sl. en þá opnaði Harald Aspelund sendiherra, ásamt eiginkonu sinni Dr. Ásthildi Jónsdóttur fyrstu listasýningu þessa árs. Verkin eru eftirlistamanninn Pétur Thomsen en um sýningarstjórn sá sjálf sendiherrafrúin.
Harald hélt einnig til Tallin í Eistlandi, sem er eitt af ríkjunum í umdæmi sendiráðsins okkar í Helsinki, þar sem fram fór vinnuheimsókn með öðrum norrænum sendiherrum.
Í heimsókninni hittu sendiherrarnir meðal annars forsætisráðherra Eistlands Kaja Kallas.
Þá fengu Harald og hundurinn Prins til sín góða gesti á vegum Fjölmenntar. Hópurinn var í undirbúningsferð í Finnlandi en í maí munu þau taka þátt í listsýningu í Porvoo. Verkefnið er styrkt af Erasmus.
Í Helsinki fer þessa daganaf fram hin árlega Matka, norræn ferðamálaráðstefna. Sendiherra Íslands í Helsinki heimsótti hana og fulltrúa íslenskra fyrirtækja á svæðinu.
Í liðinni viku fóru fram FabLab smiðjur í Aalto Háskólanum í Finnlandi. Starfsfólk sendiráðsins í Helsinki heimsótti íslenska hópinn og fékk að kynnast starfsemi Fab Lab sem eru samstarfsnet smiðja búnum tækjum og tólum til þess að stunda nýsköpun.
Í ár eru 150 ár síðan að Kaupmannahafnarborg færði Reykjavíkurborg styttu að gjöf í tilefni af 1000 ára afmæli Íslands árið 1874. Myndastyttan er af Bertel Thorvaldsen, sem hann gerði sjálfur árið 1839. Styttan var fyrsta útilistaverk á Íslandi og markaði þannig tímamót í listum á Íslandi, en styttan var afhjúpuð og vígð á Austurvelli með viðhöfn árið 1875. Í dag stendur styttan eins og flestum er kunnugt í Hljómskálagarði. Í síðustu viku tók forstöðumaður Thorvaldsenssafnsins í Kaupmannahöfn, Annette Johansen ásamt samstarfskonu sinni Kira Kofoed, á móti sendiherra Íslands Árna Þór Sigurssyni og eiginkonu hans Sigubjörgu Þorsteinsdóttur í Thorvaldsenssafninu, þar sem þau fengu leiðsögn, ásamt Eiríki Guðmundssyni sagnfræðingi.
Hildigunnur Engilbertsdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala, og Gift Malunga, yfirmaður UNFPA í Úganda, undirrituðu samning sem kveður á um að íslensk stjórnvöld fjármagni sérstakt verkefni gegn fæðingarfistli í Namayingo-héraði í Úganda í samstarfi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA)
Eradication of obstetric #fistula is a 🔑 issue for 🇮🇸, 🇺🇬 & @UNFPA
— Hildigunnur (Hilda) Engilbertsdóttir (@HildigunnurE) January 17, 2024
Pleased to sign a $3 million agreement with @UNFPAUganda on the prevention & treatment of obstetric fistula in @IcelandinUganda partner district #Namayingo 🇺🇬 under the leadership of @MinofHealthUG#SRHR #SDGs pic.twitter.com/7GDn2ZlRaN
Í Malaví kynnti forstöðumaður sendiráðs Íslands um 350 bandaríkjadala viðbótarframlag Íslands til Alþjóðabankans. Framlagið rennur í sjóð sem ætlað er að skapa umhverfisvæn störf fyrir íbúa Malaví.
Í sendiráðinu í London var haldin glæsileg móttaka í samstarfi við Visit North Iceland og Visit Iceland. Meðal gesta var Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Greint var frá þessu á Facebook síðu sendiráðsins í London.
Sturla Sigurjónsson sendiherra Íslands í London heimsótti Írland á dögunum og ræddi við norræna sendiherra á svæðinu um samband og ríkuleg tengsl Norðurlanda og Írlands. Að öðrum sendiherrum ólöstuðum er það nú einhvernveginn svo að Sturla er alltaf best klæddi sendiherrann á svæðinu.
All five Nordic Ambassadors gathered over breakfast in Dublin this morning. Thank you, @DKambIRL for hosting!
— Lina van der Weyden (@SWEambIE) January 18, 2024
🇮🇸🇩🇰🇸🇪🇫🇮🇳🇴 pic.twitter.com/BMgFqIPgQ5
Í heimsókninni hitti hann meðal annars skrifstofustjóra varnarmála í írska utanríkisráðuneytinu Jacqui Mccrum.
Secretary General @MccrumJacqui was delighted to meet earlier today with Iceland’s Ambassador to Ireland, @SturlaSigurjons. They had productive discussions on common areas of interest and priorities, including shared critical undersea infrastructure. pic.twitter.com/fijxVeVCar
— Department of Defence (@IRLDeptDefence) January 18, 2024
Samband Íslands og Malaví á sviði þróunarsamvinnu var til umræðu á fundi Sturlu og Thomas Bisika, yfirmanns málefna Malawi hjá stjórnvöldum í Bretlandi.
Development and the longstanding relationship between Iceland and Malawi were among the topics of discussion at a recent meeting between Ambassador Sturla Sigurjónsson and HE Dr. Thomas Bisika, High Commissioner of Malawi to the United Kingdom pic.twitter.com/BaELTlVKJo
— Iceland in UK 🇮🇸 (@IcelandinUK) January 17, 2024
Fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, Jörundur Valtýsson afhenti formennskukeflið í Norðurlandasamstarfi fastafulltrúa þar í borg yfir til Svíþjóðar með ánægju en jafnframt trega eftir viðburðaríka formennsku Íslands í hópnum á síðasta ári.
It was a privilege to chair the ever growing #Nordic cooperation @UN in 2023, and particularly pleasing to pass the baton over to 🇸🇪 @AkEnestrom - a fellow #PRunner who will front the relay running towards our common goals in 2024 🇩🇰🇫🇮🇮🇸🇳🇴🇸🇪🇺🇳 pic.twitter.com/jE6ztGAN5c
— Jorundur Valtysson 🇮🇸 (@jvaltysson) January 18, 2024
Sendiráð Íslands í Ottawa greinir frá samráðsfundum um öryggis og varnarmál og áskoranir í alþjóðamálum glæsilegrar sendinefndar að heiman við þarlend stjórnvöld.
Starfsmenn sendiráðs Íslands í París tóku í gær á móti hópi nemenda frá Williams College í Massachusettsríki í Bandaríkjunum ásamt Magnúsi Þorkeli Bernharðssyni, prófessor í sögu Mið-Austurlanda.
Starfsmenn sendiráðsins sóttu líka opnun myndlistarsýningar listamannsins Steingríms Gauta í Galerie Marguo í París síðastliðinn föstudag. Þetta er önnur myndlistarsýning Steingríms Gauta í París og hún stendur yfir til 17. febrúar.
Á samfélagsmiðlum sendiráðsins í París var líka greint frá vel heppnaðri heimsókn rithöfundanna og hjónanna Jóns Kalmans Stefánssonar og Sigríðar Hagalín til Frakklands á dögunum þar sem þau fylgdu eftir nýjustu bókunum eftir þau sem þýddar hafa verið á frönsku.
Í Frakklandi tíðkast það að fagna nýju ári með samkomum af ýmsu tagi og fór sendiherra Íslands í París, Unnur Orradóttir Ramette, í nokkrar móttökur fyrir sendiherra af því tilefni. Meðal annars bauð Anne Hidalgo borgarstjóri Parísar í stórglæsileg húsakynni ráðhússins í hjarta Parísar hvar hún fylgist með uppbyggingu Notre Dame út um skrifstofugluggann sinn, en kirkjan verður opnuð aftur almenningi í desember eftir meiri háttar viðgerðir sem ráðist var í eftir stórbrunann í apríl 2019.
Íbúar Varsjár eru hvött til að skella sér í kvikmyndahús að sjá mynd Hilmars Oddssonar Á ferð með mömmu og lesa umfjöllun hins pólska Sebastiana Jakuba Konefała um hana og aðrar íslenskar "vegamyndir".
Hannes Heimisson sendiherra Íslands í Póllandi gaf mynd af íslenskum hestum eftir hinn margrómaða ljósmyndara Lárus Karl Ingason í uppboð sem haldið var til fjáröflunar fyrir fólk með einhverfu.
Fastanefnd Íslands hjá Evrópuráðinu minnir á frest til tilnefningar um hin svokölluðu Vigdísarverðlaun sem veitt verða í fyrsta sinn í ár. Fresturinn er til 15. febrúar næstkomandi.
🏆 Nominate the best candidate for the Vigdís Prize for Women's Empowerment!@PACE_News and @IcelandCoE #VigdísPrize celebrates gender equality champions.
— Council of Europe (@coe) January 10, 2024
❗️Deadline: 15th Feb 2024
Learn more ⤵️ https://t.co/F1lhyBTml4#EmpowerWomen 🌍 pic.twitter.com/DTA9QkOmAv
Hönnun sem tæki til að skapa sjálfbær samfélög verður til umræðu á Nordic Talks í Tókýó í lok mánaðar.
環境と人々が共存する持続可能な社会のために、デザインがいかに強力なツールであるか、北欧と日本の第一人者とともに考えます。
— 駐日アイスランド大使館 (@IcelandEmbTokyo) January 17, 2024
1/31(水)17:00-18:30
🇫🇮🇮🇸🇳🇴🇸🇪🇩🇰
視聴登録はこちら: https://t.co/qNdNiPhYZD pic.twitter.com/ryPHSFNAGP
Við ljúkum þessum föstudagspósti í Bandaríkjunum en sendiherra Íslands þar í landi, Bergdís Ellertsdóttir, fékk góðar móttökur við lendingu í Utah í vikunni. Þar hitti hún meðal annars fyrir lögreglumanninn Kenny Brown sem á íslenska móður.
Small 🌎. Ambassador @BEllertsdottir met Kenny Brown when arriving in Salt Lake City #Utah last night. Kenny’s mom is Icelandic & lived briefly in Iceland where he played 🏀 great start to the visit. pic.twitter.com/6tsvjmEIIs
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) January 18, 2024
Sendiherra heimsótti ríkisþing Utah og átti fund með vararíkisstjóra Utah, Diedre M. Henderson og þingmanninum og Íslandsvininum Mike McKell. Þá hitti hún einnig forseta þingsins, ráðherra Utah sem er ábyrgur fyrir náttúruauðlindum og ýmsa fleiri.
Great visit to Utah State Capitol. Amb. @BEllertsdottir met with Lt. Gov. @LGHendersonUtah, Senator @mikemckellutah, President Adams, Secretary for Natural Resources Joel Ferry & many more @UtahGov thanks for the warm welcome! Many commonalities & opportunities for cooperation! pic.twitter.com/yQI8o4oh9d
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) January 18, 2024
Í sömu heimsókn fékk sendiherra kynningu á hjálparstarfi á vegum Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu (The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints).
Interesting visit to Welfare Square where @Ch_JesusChrist produces & delivers food, clothing & other services to people in need in the Salt Lake area & further a field. Also providing humanitarian help & support globally. 🙏🏾 Erlynn and Chris Lansing. pic.twitter.com/XbqBD90dgq
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) January 18, 2024
og var sérstakur gestur hjá Utah World Trade Center. Þar flutti hún erindi með áherslu á viðskipti og menningu og átti samtal við þátttakendur um hin ýmsu mál svo sem endurnýjanlega orku, jarðvarmanýtingu, sjálfbæra ferðamennsku, genarannsóknir, skapandi greinar og nýsköpun.
Ambassador @BEllertsdottir had the pleasure to deliver remarks at a meeting hosted by Utah World Trade Center @WTCUtah. Interesting discussions about renewable energy, including geothermal development, sustainable tourism & genetics. Thanks to all who participated 🙏🏾 pic.twitter.com/KNgJWTshLa
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) January 18, 2024
Í vikunni þar áður tók sendiráðið í Washington þátt í undirbúningsferð á Íslandi með starfsfólki frá skrifstofu fylkisstjóra Kolóradó, en fylkisstjórinn hyggst sækja Ísland heim í júní 2024 til að kynna íslenskar lausnir í tengslum við jarvarmanýtingu og loftslagslausnir.
Productive 2⃣ days in #Iceland with a delegation from #Colorado state learning about Iceland's best practices in #geothermal use & carbon management #ccus. Next stop #Denver Colorado pic.twitter.com/oIOsQaPpjw
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) January 12, 2024
Fleira var það ekki að þessu sinni.
Við óskum góðrar helgar.
Upplýsingadeild.