Björgvin Víkingsson skipaður forstjóri Ríkiskaupa
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Björgvin Víkingsson sem forstjóra Ríkiskaupa frá og með 1. september n.k. Björgvin er með meistaragráðu í aðfangakeðjustjórnun (Management, Technology & Economics – supply chain management) frá Swiss Federal Institute of Technology og B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands. Björgvin hefur víðtæka reynslu af innkaupum og vörustjórnun hjá alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Maersk, Aasted Aps, DT Group og Marel hf. Þá hefur Björgvin jafnframt haldið vinnustofur og kennt vörustjórnun og stefnumarkandi innkaup við Háskólann í Reykjavík. Umsækjendur um embætti forstjóra Ríkiskaupa voru 34 talsins en þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka.