Hoppa yfir valmynd
24. mars 2009 Innviðaráðuneytið

Hagstæð tilboð í vegagerð á Vopnafjarðarleið

Þrettán tilboð bárust í lagningu nýs Norðausturvegar milli Bunguflóa og Vopnafjarðar og hluta Hofsárdalsvegar og voru tilboðsfjárhæðir allt frá rúmum 2,7 milljöðrum í 738 milljónir króna. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði uppá 1.440 milljónir króna.

Norðausturvegur á Vopnafjarðarleið
Norðausturvegur á Vopnafjarðarleið

Lægsta tilboð átti verktakinn Hektar ehf. í Kópavogi, kr. 738.179.500 en það hæsta var frá Magna ehf. í Kópavogi kr. 2.763.243.000. Aðeins tvö tilboð voru yfir áætluðum verktakakostnaði. Verkið var einnig auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Röð tilboðanna er eftirfarandi:

Bjóðandi

Tilboð kr.

Hlutfall

Frávik þús. kr.

Verktakar Magni ehf., Kópavogi

2.763.243.000

191,9

2.025.064

Íslenskir aðalverktakar hf., Reykjavík

1.699.035.000

118,0

960.856

Áætlaður verktakakostnaður

1.440.210.000

100,0

702.031

Suðurverk hf., Kópavogi

1.345.541.390

93,4

607.362

Árni Helgason ehf., Ólafsfirði og G.V. Gröfur ehf., Akureyri

1.195.108.900

83,0

456.929

Ístak hf., Reykjavík

1.185.386.358

82,3

447.207

Héraðsverk ehf., Egilsstöðum

1.074.810.000

74,6

336.631

Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf., Selfossi

979.551.000

68,0

241.372

Klæðning ehf., Hafnarfirði

949.000.000

65,9

210.821

Skagfirskir verktakar hf., Sauðárkróki

899.882.000

62,5

161.703

K N H ehf., Ísafirði

855.844.100

59,4

117.665

Ingileifur Jónsson ehf., Reykjavík

844.169.000

58,6

105.990

Háfell ehf., Reykjavík

739.691.500

51,4

1.512

Hektar ehf., Reykjavík

738.179.500

51,3

0

Verkefnið snýst um lagningu nýs vegar milli Bunguflóa og Vopnafjarðar og hluta Hofsárdalsvegar. Norðausturvegur verður um 30,4 km langur og Hofsárdalsvegur (920), liggur milli nýja Norðausturvegarins í Vesturárdal og Árhvamms í Hofsárdal og verður 6,8 km langur. Endurbæta þarf 0,85 km af Skógavegi (914) og verða nýjar tengingar um 1,6 km að lengd.

Lagningu slitlags á Norðausturveg skal lokið fyrir 15. ágúst 2011 og verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. nóvember 2012.

Unnið er nú við fyrri áfanga verksins, nýjan veg milli Hringvegar og Bunguflóa, en samið var við Suðurverk um þann verkhluta.

Tilboð opnuð í Vopnafjarðarleið
Kristján L. Möller samgönguráðherra og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri voru viðstaddir opnun tilboðanna ásamt fulltrúum verktaka og fleiri en tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í Reykjavík, á Akureyri og Reyðafirði.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta