Líknarrýmum fjölgað á líknardeild Landspítala í Kópavogi
Heilbrigðisráðherra hefur tryggt Landspítala aukið fjármagn til að fjölga líknarrýmum við líknardeildina í Kópavogi úr 12 í 16. Ákvörðunin er liður í aðgerðum til að létta álagi af bráðamóttöku Landspítala og bæta um leið aðbúnað og þjónustu við sjúklinga með sjúkdóma á lokastigi. Áætlaður kostnaður vegna þessa nemur rúmum 100 milljónum króna á ári.