Hoppa yfir valmynd
6. október 2011 Dómsmálaráðuneytið

Umsögn dómnefndar um skipun í embætti dómara við Héraðsdóm Austurlands

Dómnefnd sem fjallar um hæfni umsækjenda um embætti dómara skilaði innanríkisráðherra hinn 3. október sl. umsögn sinni um hæfni þeirra sem sóttu um skipun í embætti dómara með fast sæti við Héraðsdóm Austurlands. Umsækjendur voru Hildur Briem, aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Austurlands og Hrannar Már Sigurðsson Hafberg, aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Ályktarorð dómnefndarinnar eru eftirfarandi:„Með vísun til 2. mgr. 4. gr. A, sbr. 2. mgr. 12. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla, með síðari breytingum, er það niðurstaða dómnefndar að Hildur Briem sé hæfust umsækjenda til að hljóta embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Austurlands sem auglýst var laust til umsóknar 30. júní 2011 í Lögbirtingablaði.

Umsögnin er hér með birt í heild sinni í samræmi við 2. mgr. 8. gr. reglna nr. 620/2010 um störf dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti. Í nefndinni sitja: Eiríkur Tómasson, sem jafnframt er formaður, Allan V. Magnússon, Brynjar Níelsson, Guðrún Agnarsdóttir og Stefán Már Stefánsson.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta