Sprotasjóður styrkir 42 verkefni
Sprotasjóður styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga. Á dögunum var úthlutað úr sjóðnum og hljóta alls 42 verkefni styrki að þessu sinni. Heildarupphæð styrkjanna eru rúmlega 54 milljónir kr. Áherslusvið sjóðsins að þessu sinni eru á lærdómssamfélög skóla og drengi og lestur.
„Umsóknir í Sprotasjóð bera vitni um nýsköpun, samvinnu og grósku sem einkennir íslenska skóla. Þar er gríðarlegur metnaður og vilji til góðra verka sem mikilvægt er að styðja við,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Eftirfarandi umsækjendur hlutu styrki að þessu sinni:
Leikskólinn Iðavöllum | Patreksskóli |
Leikskólinn Rauðhóll | Skarðshlíðarskóli |
Akurskóli | Stekkjaskóli |
Árbæjarskóli | Vatnsendaskóli |
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri | Víkurskóli |
Borgaskóli | Vogaskóli |
Breiðholtsskóli | Þelamerkurskóli |
Engjaskóli | Ölduselsskóli |
Flataskóli | Fjölbrautaskólinn við Ármúla |
Gerðaskóli | Fjölbrautaskóli Suðurnesja |
Glerárskóli | Tækniskólinn |
Grundaskóli | Dalvíkurskóli |
Grunnskóli Fjallabyggðar | Félags- og skólaþjónusta Austur-Húnavatnssýslu |
Grunnskóli Vestamannaeyja | Fræðsluþjónusta Skagafjarðar |
Grunnskólinn á Ísafirði | Grunnskóli Borgarfjarðar |
Helgafellsskóli | Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar |
Hörðuvallaskóli | Grunnskólinn austan Vatna |
Kirkjubæjarskóli á Síðu | Grunnskólinn á Þórshöfn |
Laugalækjarskóli | Skólaskrifstofa Grindavíkurbæjar. |
Norðlingaskóli |
Heildarumsóknir til sjóðsins skiptust eftirfarandi á milli skólastiga: 66 umsóknir komu frá grunnskólastiginu, 10 umsóknir frá leikskólastiginu, 16 umsóknir frá framhaldsskólastiginu og 13 umsóknir þvert á skólastig.
Nánari upplýsingar um úthlutanir og hlutverk Sprotasjóðs má finna á heimasíðu hans.