Hoppa yfir valmynd
30. maí 2023 Utanríkisráðuneytið

Baráttan fyrir afganskar konur og stúlkur heldur áfram

Ljósmynd: UN Women - mynd

UN Women í Afganistan hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem áhersla er lögð á mikilvægi þess að samtökin haldi starfsemi sinni áfram þar í landi og þar segir enn fremur að baráttan fyrir konur og stúlkur aldrei hafi verið jafn mikilvæg og nú. „Skuldbinding okkar við konur og stúlkur í Afganistan er sterkari en nokkru sinni áður.“

,,Baráttan fyrir réttindum kvenna er hörð alls staðar í heiminum. En hvergi hafa fleiri líf verið undir henni komin en í Afganistan þessa dagana. Hvergi í heiminum hefur umboð okkar verið meira véfengt, ástæða tilveru okkar verið meira dregin í efa og áhrif okkar verið meira undir nálarauga en í Afganistan,“ segir í yfirlýsingunni.

Þar segir enn fremur að nýjasta aðförin að kvenréttindum – að banna afgönskum konum að vinna fyrir frjáls félagasamtök og Sameinuðu þjóðirnar – brjóti gegn því „hver við erum, hvað við trúum á og þau gildi sem alþjóðasamfélagið var byggt á. Það er hápunkturinn á næstum tveimur árum af skipunum, tilskipunum og hegðun sem hafa haft það að markmiði að eyða afgönskum konum og stúlkum kerfisbundið úr opinberu lífi.“

UN Women ítrekar að samtökin starfi áfram í Afganistan. „Við munum halda áfram að vinna að nýsköpun, betrumbæta og hugsa hlutina upp á nýtt. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja árangur sem hefur áhrif á líf kvenna og stúlkna. Við verðum og munum marka leið fram á við. Fyrir UN Women mun þessi leið áfram hafa tvennt að leiðarljósi – áhersla á raddir afganskra kvenna og stúlkna með gildin okkar að leiðarljósi.

Baráttan fyrir réttindum kvenna í Afganistan snýst ekki aðeins um réttindi afganskra kvenna og stúlkna. Hún snýst um baráttuna fyrir réttindum hverrar einustu konu um allan heim sem hefur einhvern tíma verið kúguð eða þögguð niður fyrir það eitt að vera kona.“

Nánar á vef UN Women 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

5. Jafnrétti kynjanna
16. Friður og réttlæti

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta